Það ríkti mikil gleði í talningabúðum vegna kosninga til stjórnlagaþings þegar gilt atkvæði fannst loks, nú rétt fyrir miðnætti.
„Við héldum að það yrði nokkuð einfalt að telja þessa fáu snepla sem á annað borð duttu inn, en eftir að við byrjuðum fóru að renna á okkur tvær grímur,“ segir talningameistari ríkisins, en hann fann sjálfur gilda atkvæðið eftir að 98% atkvæða höfðu verið talin.
Mun atkvæðið að öllum líkindum ráða úrslitum um það hverjir setjast á þingið, en það raðaði nokkuð nákvæmlega (í stafrófsröð) öllum örvhentum framsóknarmönnum á listanum.
Kynvillingur óskast
á gott heimili. Má ekki reykja.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.