Frétt — Enter — 22. 11. 2010
Tofu-vinnslan fćr 30 milljón króna skađabćtur
Ađstandendur Tofu-vinnslunnar hafa ástćđu til ađ brosa breitt.

Ađstandendur Tofu-vinnslunnar í Ţingeyjarsýslu fengu greiddar 30 milljónir króna í bćtur fyrir lokum hennar um síđustu áramót.

Nokkuđ var kvartađ yfir ţví ađ afurđir vinnslunnar sem seldar voru sem kínverskt Tofu, reyndust viđ nánari skođun vera súrsuđ tófu- og refainnyfli. Var vinnslunni í kjölfariđ lokađ.

Í bréfi ráđherra sem ákvađ ađ heimila skađabótagreiđslurnar (og sem fyrir tilviljun er ţingmađur ţessa tiltekna kjördćmis) harmar hann mjög ađ vinnslunni hafi veriđ lokađ, enda rekstrarađilar hennar „hiđ mesta sómafólk“ og súru tófugarnirnar „hreinn herramannsmatur“.

Orđabók

Óska eftir ađ kaupa íslensk-klingonska orđabók hiđ fyrsta. A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.

Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viđvera
  • Ekkert húsnćđi
  • Engin ţjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhćtta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góđar stundir.

 
Nýjustu fréttir: