Það ætti að gleðja margan sjónvarpsáhugamanninn að gamall kunningi, fíllinn Blámann, snýr nú loks aftur á RÚV eftir nokkuð hlé.
Blámann mun flytja pistla um þjóðmál á léttan og gamansaman hátt, eins og honum einum er lagið – en hann mun þó ekki meiða neinn.
Í fréttatilkynningu frá RÚV er tekið skýrt fram að Blámann hefur engin tengsl við Vinstrihreyfinguna - Grænt framboð – og aðhyllist á engan hátt „mannfjandsamlegar lífsskoðanir kómúnista“.
Þátturinn verður í boði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og Elephant léttöls.
Er netþjónabú í garðinum þínum?
Láttu okkur sjá um að eyða því áður en húsið fyllist af þráðlausu neti. Meindýraeyðar Mjódd.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.