Frétt — Enter — 14. 10. 2010
Ólafur neitar að skila VHS-spólu
Ólafur á því ekki að venjast að greiða fyrir hluti sem hann fær frítt upp í hendurnar.

Athafnamaðurinn geðþekki, Ólafur Ólafsson, stundum kenndur við Samskip (og stundum við eitthvað mjög dónalegt) hyggst ekki skila VHS-spólu með kvikmyndinni Tveir á toppnum (e. Leathal Weapon).

Spóluna fékk hann að láni hjá Vídeóleigu Vilmars árið 1990 og hefur eigandi leigunnar síðan reynt að endurheimta spóluna, árangurslaust.

Að sögn lögmanns Ólafs kemur ekki til greina að greiða skuldina, um sé að ræða svokallaða fríspólu, sem fylgdi annarri mynd (When Harry met Sally). Því sé fráleitt að ætlast til að Ólafur greiði skuldina, alls 49.432 kr. Auk þess hafi honum enn ekki unnist tími til að horfa á myndina.

Hefur Ólafur krafist þess að skuldin verði afskrifuð og að Vilmar biðji sig formlega afsökunar.

Atvinna

Lykilstjórnendur óskast. Engin vinna – frábært kaup. A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: