„Ég hef bara alltaf sagt þetta: það á bara að taka þessa menn og grilla þá. Og ég stend við það,“ segir Engilbert J. Einarsson matreiðslumeistari.
Engilbert er mikill áhugamaður um hrunið, orsakir þess og afleiðingar og vill taka virkan þátt í eftirleik bankahrunsins.
„Tja, ég spurði mig bara: hvað get ég gert? Hvernig get ég lagt mitt litla lóð á vogarskálarnar til að bæta samfélagið? Auðvitað á bara að grilla þessa menn - hugsaði ég. Og verandi matreiðslumeistari - þá áttaði ég mig á því að ég er náttúrulega í fullkominni aðstöðu til að vera virkur í endurreisninni og uppgjörinu,“ segir Engilbert.
Engilbert hefur í allt sumar safnað „hráefni“ úr gömlu bönkunum og grillar nú eins og hann eigi lífið að leysa.
„Svo var nú verið að benda mér á að það hafi fleiri brugðist en einhverjir bankakallar, þannig ég er svona farinn að skoða fjölbreyttara hráefni: embættismenn, stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn, presta, leikara, grínköntrítónlistarmenn og fleiri,“ segir Engilbert.
Blökkumenn
Ýmsar stærðir. Ýmsir litir.
Mansal Magnúsar. Kópavogi.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.