Frétt — N?mi Fannsker — 21. 2. 2002
Trúnaðarbrestur innan Norðurljósa
Hreggviður þykir með þéttari bassaleikurum

Hreggviður Jónsson, starfsmaður Norðurljósa sagði upp starfi sínu í morgun í kjölfar ágreinings við Jón Ólafsson. Kveðst Hreggviður hafa gert munnlegt samkomulag við Jón þess efnis að tónlist eftir hann kæmi út á safnplötunni "Pottþétt-bissniss 2" á síðasta ári og í kjölfarið kæmi út sólóplata Hreggviðs: "Hregg". "Ég hef verið að safna í þessa plötu í þrjú ár og nú segir Jón að efnið sé ekki nógu gott. Það er deginum ljósara að hér er um þvílíkan trúnaðarbrest að ræða að mér er ekki vært hjá fyrirtækinu lengur", sagði Hreggviður í samtali við Baggalút. Hann skilgreinir tónlist sína sem "melódískt þjóðlagapopp með sveiflukenndu rokkívafi".

Partí

Eurovisionpartíið mitt sem féll niður um helgina verður í staðinn haldið á föstudag. Horfum saman á keppnina laus við leiðinleg auglýsingfahlé. A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: