Frétt — Enter — 23. 4. 2010
Perlunni breytt í öryggisfangelsi
Það skyldi aldrei vera að þetta hrúgald kæmi að einhverju gagni.

Íslensk fangelsisyfirvöld hafa ákveðið að breyta söluturninum Perlunni í Öskjuhlíð í hámarks öryggisfangelsi og leysa þar með dagvistunarvanda íslenskra glæpamanna í eitt skipti fyrir öll.

Áætlað er að skipta tönkunum bróðurlega á milli glæpastétta; einn fyrir útrásarvíkinga, einn fyrir bankamenn, einn fyrir aðra skattsvikara, einn fyrir spillta embættismenn og einn fyrir heiðarlega íslenska glæpamenn.

Í síðasta tankinum er áætlað að hafa ljónin, en vonir standa til að hægt verði að breyta miðrýminu í „klassískt hringleikahús“ þar sem íslenskar fjölskyldur geta fylgst með helstu stjörnum hrunsins fá makleg málagjöld.

Ekki verður hróflað við gosbrunninum og Davíðssvítan í kjallaranum fær að öllum líkindum halda sér, nær óbreytt.

Frá Vinnumálastofnun

Fallegu dömublússurnar komnar. Margir litir. Næg bílastæði.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: