Þórarinn fimmti Þórarinsson keypti ný dekk undir jeppann "sinn" skömmu áður en Landssíminn sagði upp persónulegum þjónustusamningi sínum við hann á dögunum. Hann sagðist í viðtali við Baggalút lítið geta að þessu gert, hann væri bara svona vitlaus, en ítrekaði að samkvæmt þjónustusamningi Landssímans og hans bæri fyrirtækinu að greiða fyrir eðlilegt viðhald á bifreiðinni. Raunar bæri Landssímanum enn að skipta um perur heima hjá honum og vaska upp skv. samningnum en á það yrði látið reyna nú eftir helgi.
Jarðarbúar athugið
Á þriðjudaginn kl. 17 munum við taka yfir plánetuna ykkar og drepa ykkur öll. Leifar ykkar verða notaðar sem áburður fyrir risastóra tómatinn sem við dýrkum sem guð. - Marsbúarnir
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.