Frétt — Enter — 10. 3. 2010
Leynd létt af ofurhetju
Margir kannast við Garp, en hann striplast oft í Fossvoginum á góðviðrisdögum.

Ofurhetjan Garpur hefur létt leynd af hinu raunverulega sjálfi sínu, fyrst íslenskra ofurhetja.

Mun hann í raun vera Adam Einarsson, prins, búsettur í Fossvoginum ásamt aldraðri móður sinni og gæluketti.

Tíðindin koma fáum á óvart, enda er Garpur sennilega eina ofurhetjan sem ekki styðst við dulargervi af neinu tagi, heldur lætur sér nægja að afklæðast þegar hann fer í „ofurham“.

Rúm

fjórvítt, fæst gefins. A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: