Íslendingur var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu og vann rúmar 107 milljónir króna.
Yfirvöld brugðust skjótt við og skipuðu skilanefnd yfir vinningnum, sem er sá stærsti sem komið hefur hingað til lands.
Fjölmargir kröfuhafar hafa gefið sig fram og gera tilkall til vinningsupphæðarinnar. Vonast er til að allt að 4% fáist upp í forgangskröfur. Annað verður að öllum líkindum afskrifað.
Vinningshafinn hefur þegar verið úrskurðaður gjaldþrota.
Grafskrift óskast
þarf að vera hnitmiðuð, dapurleg, en um sjúklega fyndin. A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.