Boðað hefur verið til sérlegrar hátíðarmóttöku á Austurvelli nú síðdegis, en þá mun frú Magðalena Draupnisdóttir stíga á svið en hún vann í gær til silfurverðlauna á opnu hnútabindingamóti, 60 ára og eldri í Lundi.
Forseti Íslands, menntamálaráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur munu ávarpa samkomuna – auk þess sem frú Magðalenu verður veittur stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Þá frumflytur Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt dönsurum úr Íslenska dansflokknum nýtt verk, sem þeir Atli Heimir Sveinsson og Toggi hafa samið sérstaklega til heiðurs þessari nýjustu silfurstúlku okkar.
Víngæðingar athugið
Sprútt, sprútt og meira sprútt!
Valdi sprúttsali
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.