Frétt — Enter — 21. 11. 2008
Plánetan Jörđ afskrifuđ
Í ţetta sinn dugar ekkert lofsteinatryggingasvindl til ađ bjarga litlu bláu kúlunni okkar.

Stjórn vetrarbrautarinnar neyddist í morgun til ađ afskrifa Jörđina eftir ađ ljóst var ađ ţessi skemmtilega og oft líflega pláneta er endanlega gjaldţrota.

Kröfur í ţrotabúiđ nema 6000 trilljörđum billjarđa stjörnudúkarta og ljóst er ađ allt eignasafn Jarđar er međ öllu verđlaust, fyrir utan einstaka norskan fjörđ og píramídana.

Íbúar Jarđar verđa fluttir til nýrra heimkynna og seldir sem exótískt nasl fyrir ofurgreinda risatermíta. Jörđin sjálf verđur bútuđ niđur og nýtt í varahluti fyrir nýja sumarleyfisplánetu fyrir opinbera starfsmenn vetrarbrautarinnar.

Skipti

NKOTB safniđ +a vínyl fćst í skiptum fyrir vel međ farnar Slayer plötur og/eđa snćldur. Afgreiđsla vísar á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.

Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viđvera
  • Ekkert húsnćđi
  • Engin ţjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhćtta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góđar stundir.

 
§ Spiladós
§ Nýjustu fréttir: