Frétt — Enter — 10. 6. 2008
Peysa djöfulsins komin í leitirnar
Láru ţykir peysan smart.

Svo virđist sem hin alrćmda peysa djöfulsins, sem svo er kölluđ, sé komin aftur í leitirnar, eftir ađ hafa veriđ týnd um árabil.

Peysuna mun Kölski sjálfur hafa fengiđ ađ gjöf frá ömmu sinni ţegar hann útskrifađist úr viđskiptafrćđum viđ HÍ, seint á 9. áratug síđustu aldar. Hann klćddist henni viđ ýmis opinber tćkifćri nćstu árin á eftir – en síđan hvarf hún sporlaust.

Ekki er taliđ ađ bein bölvun fylgi peysunni, en ţó er vitađ til ţess ađ fjölmargir hafi sturlast alvarlega viđ ţađ eitt ađ sjá hana á förnum vegi, einkum ţeir sem hafa nćmt fegurđar- og formskyn.

Ţađ var Lára Lárusardóttir, frú, sem keypti peysuna fyrir 450 kr. í Kolaportinu um liđna helgi.

Framsóknarmenn allra flokka!

Vorum ađ fá mikiđ magn af almannafé fyrir slikk. Fyrstir koma, fyrstir fá.
Orkuveitan.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.

Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viđvera
  • Ekkert húsnćđi
  • Engin ţjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhćtta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góđar stundir.

 
Nýjustu fréttir: