Markús Magneuson, fyrrum endurskoðandi, segir farir sínar ekki sléttar. Sakar hann bankakerfið um að hafa hrakið sig af almennum vinnumarkaði og í einkarekstur, nánar til tekið sem svokallaður fylgdarsveinn, eða hóra.
Kveðst Markús hafa í góðri trú þegið ráð ýmissa fjármálaráðgjafa, sem allir hefðu ráðlagt honum á sama veg: Að hefja rekstur og gera það sem hugur hans stæði helst til – enda bullandi góðæri á þeim tíma og bjartsýni mikil í þjóðfélaginu.
Þegar Markús hafði svo hafði komið sér upp aðstöðu, valið staðsetningu og fjárfest í ýmsum rándýrum búnaði kom niðursveifla – og reyndist eftirspurn á markaði í algeru lágmarki.
Dvergar!
Skemmtilegu smábarnafötin eru komin aftur. A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.