Hinn kunna athafnakona Hel hefur fengið úthlutað landsvæði í Vatnsmýri undir atvinnustarfsemi sína. Var samkomulag þess efnis undirritað í vikunni af henni og borgarstjóra Reykjavíkur.
Verða þar reist ný salarkynni í svipuðum stíl og hinn fornfrægi Éljúðnir, sem löngu hefur sannað gildi sitt sem framúrskarandi dvalarheimili sótt- og ellidauðra manna.
Að sögn Heljar eru hinir níu heimar sem hún hefur til umráða löngu sprungnir utan af þeirri gæslu- og umönnunarstarfsemi sem hún er lögbundin að sinna, enda hefur þeim köppum sem falla í orrustu hérlendis fækkað umtalsvert síðustu ár – meðan morðvörgum, og þó einkum meinsvörum, hefur fjölgað gríðarlega.
Gæludýraeigendur athugið!
Hin sívinsælu hlýðninámskeið að hefjast. Fullum trúnaði heitið.
Einar Elmarsson, ljónatemjari.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.