Frétt — Enter — 2. 12. 2007
Aðventulag Baggalúts 2007
Bæði aðventulagið sem og væntanlegt jólalag Baggalúts 2007 eru tileinkuð fjöllistamanninum og jólabarninu Tom Cruise, sem sést hér, ungur að árum, ásamt vini sínum.

Baggalútur færir landsmönnum hér hugheilt aðventulag, sem ætlað er að lifa með þjóðinni næstu áratugi.

Lagið heitir Ég kemst í jólafíling og er gamall norður-amerískur húsgangur. Yfir 30 listamenn lögðust á eitt til að hægt væri að flytja lagið sómasamlega, og er slík velvild áhugi og einbeitning nánast einsdæmi í íslenskri grínjólalagasögu.

Lagið, texti og upplýsingar um flutninginn má nálgast hér.

Kynvillingur óskast

á gott heimili. Má ekki reykja.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: