Alhliðabaráttufélag nektardansstaða og ungra strípidansara (ANUS) hefur blásið til sóknar gegn verðbólgu. Meðlimir samtakanna munu veita 3% afslátt af þjónustu sinni og vörum til 15. febrúar og leggja þannig sitt af mörkum. "Stríðið gegn verðbólgu er engum óviðkomandi og við viljum leggja okkar af mörkum, stelpurnar stungu upp á þessu sjálfar sko", sagði Ingó Herberz, formaður ANUS. Hann vildi einnig koma á framfæri nýju slagorði fyrir þá nektarstaði sem aðild eiga að samtökunum: "Fyrstir koma, fyrstir fá'ða".
Partí
Eurovisionpartíið mitt sem féll niður um helgina verður í staðinn haldið á föstudag. Horfum saman á keppnina laus við leiðinleg auglýsingfahlé. A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.