Frétt — Herbert H. Fritzherbert — 21. 1. 2002
Kirkjan breytir um ímynd
Glansmynd af Séra Sigurði Líndal sóknarpresti í Dölum

Íslenska þjóðkirkjan hefur brugðið á það ráð að gefa út glansmiða með íslenskum prestum. Er þetta gert í því skyni að til að ná til ungu kynslóðarinnar. "Hver prestur fær aukinheldur úthlutað nýmóðins gælunafni til þess að gera þá 'cool' í augum unga fólksins", segir í fréttatilkynningu frá Kirkjunni. Flóki Bjartmarz, markaðsstjóri Kirkjunnar upplýsti ennfremur í samtali við Baggalut að uppi væru hugmyndir um framleiðslu á dúkkum og teiknimyndagerð fyrir sjónvarp.

Pönkarar

Skemmtilegu marglitu sikkrisnælurnar komnar aftur.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: