Starfsmenn Bessastaða ræstu í morgun vélmennið Eldjárna 2001, en það mun sinna skyldum forseta vegna stjórnaskipta í kjölfar nýliðinna Alþingiskosninga. Eldjárni, sem smíðaður var af starfsmönnum Iðntæknistofnunnar, undir forsæti Hallgríms Jónsonar forstjóra, getur framkvæmt allar helstu embættisathafnir forseta Íslands. Það getur mælt fyrir skál, verið fulltrúi við afmæli evrópskra konunga, beitt neitunarvaldi, heimsótt krummaskuð, setið í þróunarráði Indlands og veitt umboð til stjórnarmyndunnar.
Vélmennið var pantað eftir að ljóst var að ekki var hægt að treysta fyrrverandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir starfinu og að vélmenni yrði auk þess mun ódýrara í rekstri.
Vonast er til að það verði hægt að slökkva á Eldjárna síðar í dag, að loknum fundi hans og Geirs H. Haarde.
Frá Gatnamálastjóra
Terlínjakkarnir komnir. Margar stærðir. Svartir og bláir. Straufríir.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.