Hvað er svona fyndið við það? hreytti Níels Hallvarðsson, smali, út úr sér þegar blaðamaður Baggalúts spurði hann flissandi hvort satt væri að hann starfaði sem fjárhirðir í Mosfellssveitinni.
Þegar blaðamaður, ískrandi af hlátri, vildi þá vita hvort ekki væri óvenjulegt að þeldökkir menn gættu búfénaðar hér á landi, sagðist Níels 'fjandakornið ekkert vita um það' og spurði á móti hvort það skipti 'einhverju andskotans máli'.
Þegar blaðamaður spurði loks, nær frávita af hlátri, hvort Níels hefði orðið var við einhverja 'svarta sauði' í stéttinni, bað Níels hann vinsamlegast um að yfirgefa landareignina en fá að öðrum kosti 'nýmálaðan girðingarstaur upp um óbóið á sér'.
Góð telpa
óskast til að gæta bjarndýrs. A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.