Frétt — Enter — 30. 1. 2006
Blökkumaður gætir fjár
Níels var ekki í neinu stuði til að brosa fyrir ljósmyndara.

„Hvað er svona fyndið við það?“ hreytti Níels Hallvarðsson, smali, út úr sér þegar blaðamaður Baggalúts spurði hann flissandi hvort satt væri að hann starfaði sem fjárhirðir í Mosfellssveitinni.

Þegar blaðamaður, ískrandi af hlátri, vildi þá vita hvort ekki væri óvenjulegt að þeldökkir menn gættu búfénaðar hér á landi, sagðist Níels 'fjandakornið ekkert vita um það' og spurði á móti hvort það skipti 'einhverju andskotans máli'.

Þegar blaðamaður spurði loks, nær frávita af hlátri, hvort Níels hefði orðið var við einhverja 'svarta sauði' í stéttinni, bað Níels hann vinsamlegast um að yfirgefa landareignina en fá að öðrum kosti 'nýmálaðan girðingarstaur upp um óbóið á sér'.

Góð telpa

óskast til að gæta bjarndýrs. A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: