Rétt í þessu urðu Íslendingar 299.998 - í kjölfar þess að Hermann Hermannsson, þýðandi fékk raflost þegar hann hugðist skipta um ljósaperu í frystikistu og lést samstundis. Auk þessa flutti Baldur Veturliðason, húsgagnasmiður, úr landi og hyggst aldrei snúa aftur.
Hafa þessar fregnir valdið nokkrum vonbrigðum og hvetur Hagstofustjóri landsmenn til að slá ekki slöku við þó í móti blási og halda áfram að fjölga sér.
Kvenmaður
óskast til að þjóna þremur mönnum. Húsnæði fylgir. A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.