Óli Benjamínuson, sem starfar sem óháður geimverurannsakandi fullyrðir að meira sé um framandi lífsform hér á landi en oft áður.
„Það er ekki um að villast. Ég hef verið að finna miklu meira af geimdriti, sem ég kalla svo, í ár heldur en undanfarin ár. Ég er búinn að vigta þetta allt og mæla - og mér liggur við að segja að faraldur sé yfirvofandi,“ segir Óli.
Hann segist einkum finna geimveruúrgang í kjörbúðum og stórmörkuðum - oftar en ekki í grennd við grænmeti og ávexti, sem hann segir geimverur sólgnar í. Sérstaklega þó appelsínur, en þær munu, að sögn Óla, vera helsti orkugjafi í alheiminum - á eftir hnetusmjöri.
Aðspurður um það hvort hann væri ekki bara að sanka að sér óþroskuðum bönunum, avókadói og baunabelgjum brást Óli ókvæða við og sagði nákvæmlega þennan „úrkynjaða hugsunarhátt“ hafa hamlað því að píramídunum hefði fyrir löngu verið flogið frá „þessari handónýtu plánetu okkar.“
Leiðrétting
Misritað var í áður birtri auglýsingu að um helgina væru "Krakkdagar í Smáralind".
Rétt er að um helgina eru "Krakkadagar í Smáralind".
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.