Frétt — Enter — 25. 2. 2005
Enn ekki uppselt á Listahátíð 2005
Lítill áhugi virðist fyrir franska dansflokknum Rialto Fabrik eins furðulegt og það nú kann að virðast.

Enn voru flestallir miðar á listviðburði Listahátíðar 2005 óseldir, rúmum átta mínútum eftir að miðasala á hátíðina opnaði á netinu klukkan 16 í dag.

Að sögn aðstandenda hátíðarinnar eru þetta viss vonbrigði en reiknað hafði verið með mun meiri ásókn í miðana - eða í öllu falli einhverri.

„Ég veit til þess að franskur túristi hafi sýnt ropsöngvurunum frá Mongólíu áhuga, en hann verður víst farinn af landinu þegar tónleikarnir verða. Því miður, “ sagði einn skipuleggjenda dagskrárinnar og viðurkenndi að hann væri pínu leiður yfir þessu áhugaleysi þjóðarinnar.

Sjálfur sagðist hann mest spenntur fyrir víóluséníinu Garth Knox - ef hann yrði að velja eitthvað af hátíðinni. Annars væri það auðvitað Iron Maiden.

Ofurhetja

óskar eftir verkefnum við hæfi. Áralöng reynsla. Getur flogið stuttar vegalengdir.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: