Þeim Össuri Margeirssyni smíðakennara og Unndóri Hermannssyni, íþróttakennara, var í morgun sagt upp störfum við Melaskóla í Reykjavík, eftir að þeir mættu til kennslu klæddir öskudagsbúningum sem þeir saumuðu sjálfir. Að sögn Össurar höfðu þeir lagt mikla vinnu í búningana og þótti afar miður að hann félli ekki í kramið hjá nemendum og stjórnendum skólans.
"Já - við vorum sko búnir að leggja nótt við dag við að sauma þessa búninga og búnir að æfa svona smá númer úr Niflungahringnum til að flytja í hádegisfrímínútum og allt - svo bara erum við reknir í stuttu frímínútunum klukkan tíu! Þetta er náttúrulega árás á tjáningarfrelsi okkar Unndórs og við ætlum að kæra þetta til mannréttindadómstóls Evrópu. Ég meina - afhverju mega krakkarnir klæða sig eins og asnar, en við megum ekki vera í þessum æðislegu búningum sem við meiraðsegja hönnuðum sjálfir! Svindl!", sagði Össur í samtali við Baggalút.
Bidda
bíó í kvöld? Trölli.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.