Frétt — Enter — 29. 3. 2004
Bjánar opna sundlaug
Bjánarnir voru fávitalegir að venju þegar ljósmyndari smellti af þeim mynd.

Tveir bjánar, Þorsteinn Einarsson og Lúðvík Kortsson, hafa opnað sundlaug.

Sundlaugin er að sögn 50 metra, fullkomnlega lögleg keppnislaug og er staðsett í bakgarði móður Þorsteins.

Bjánarnir gáfu þá ástæðu fyrir þessu sérkennilega framtaki að þeim hefði alltaf þótt sundlaugar borgarinnar of kaldar og hreinlega of leiðinlegar. Nýja laugin væri hins vegar tíu gráðum heitari, auk þess sem bæði yrði leyfilegt að hlaupa á bakkanum og að kaffæra aðra sundlaugargesti.

G-blettur

Mjög vel með farinn og lítið notaður G-blettur fæst gefins.
A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: