Frétt — Spesi — 26. 2. 2004
Dauðinn á hlutabréfamarkað
Indriði og Dauðinn eru miklir mátar

Maðurinn með ljáinn, betur þekktur sem Dauðinn, hefur ákveðið að gefa út hlutabréf í sjálfum sér og setja sig þannig á hlutabréfamarkað. Er þetta gert til að mæta sífellt auknum kostnaði við að flytja fólk yfir móðuna miklu.

"Þetta er bara farið að vera dýrara, efniskostnaður og svona," sagði Dauðinn í viðtali við miðil Baggalúts. "Þetta á eftir að rokseljast, maður. Ég er reyndar ekkert sérlega vinsæll meðal fólks, en ég kem samt við sögu í lífi allra - þó það sé reyndar oftast aðeins undir lokin, hahaha."

Til að annast markaðssetningu og sölu á hlutabréfunum hefur Dauðinn ráðið til sín Indriða Bergsson, ungan viðskiptafræðing sem hann segir eiga mörg góð ár eftir. Kveðst Indriði vera mjög spenntur að takast á við sitt nýja starf sem sölumaður Dauðans.

Hringborð

fæst gefins. Vel með farið en nokkuð plássfrekt. Hentar vel stóru og meðalstórum hópum riddara.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: