Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar fór mikinn á landsfundi flokksins sem haldinn var um helgina. Auk þess að vera endurkjörinn formaður flokksins, veitti hann Herði Torfasyni sérstök hvatningarverðlaun fyrir baráttu sína fyrir réttindum kynvillinga.
Þá tilkynnti hann um fyrirhugað ferðalag sitt til tunglsins, en í þeirri ferð mun hann "...kynna boðskap og stefnu Samfylkingarinnar fyrir tunglverjum." Kvaðst hann ætla að taka Hörð með sér til að bræða hjörtu innfæddra á tunglinu.
Næstu skref eftir tunglferðina sagði Össur verða að fá yfirkjörstjórn til að samþykkja að setja tunglverja á kjörskrá, en það taldi hann vera smávægilegt formsatriði.
Fátæklingar
skemmtilegu gullgerðarnámskeiðin eru að hefjast.
Íslenskir alkemistar ehf.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.