Eftir margra ára þjálfun og milljarða króna kostnað hafa hin svokölluðu Free Willly Keiko-samtök tilkynnt að hinn aldni háhyrningur sjái sér nú alfarið sjálfur fyrir mat. Þó að Keikó veiði sér nú til matar eins og aðrir hvalir er fæðuvalið ekki hið sama. Hvalurinn hefur nefnilega valið að leggjast á hina hægfara ferðamenn sem flykkjast til að skoða dýrið. Hefur hann þegar tekið 3 Norðmenn, 1 þjóðverja og 7 bandaríska ellilífeyrisþega.
'Svo virðist sem hann sæki fyrst og fremst í þá bandarísku enda eru þeir feitari og orkuríkari að jafnaði. Þetta er að vísu ekki alveg það sem við höfðum hugsað okkur í upphafi en hann braggast og við teljum að hann hafi þyngst um ein 70 kg frá því hann byrjaði á þessu fyrir mánuði,' sagði talsmaður samtakanna.
Atvinna óskast
Miðaldra maður óskar eftir atvinnu við afgreiðslustörf, ljónatamningar eða innheimtu. A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.