Eftir nokkurra áratuga sjálfsblekkingu og lygar hefur Kjartan Sigmundsson lögfræðingur loksins fallist á að læra að lesa. Hefur sambýlismaður hans, Svavar Grétarsson tekið að sér að kenna honum og segir hann það ganga ágætlega.
"Við byrjuðum á að lesa Gagn og gaman," sagði Svavar í viðtali við Baggalút. "Svo færðum við okkur yfir í þyngri hluti og um þessar mundir erum við til dæmis að lesa Homo erectus."
Menn hafa velt því fyrir sér hvernig Kjartani tókst að komast ólæs í gegnum lögfræðinámið, en deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands segir þetta ekkert til að hafa áhyggjur af. "Það er töluvert um ólæsa lögfræðinga í bransanum og það kemur ekki að sök. Kjartan hefur hins vegar mjög sterka siðferðiskennd, og það er helst það sem ég hef áhyggjur af."
Nýtt á herrann
Flónelsjakkar, flónelsbuxur, flónelsnáttföt.
Fjármálaráðuneytið – aukin upplifun í alfaraleið.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.