Gordon Tómasarson, lyfleysingatæknir, á sér nokkuð sérstætt áhugamál. Hann safnar nefnilega líkamshárum - og ekki hvaða hárum sem er:
"..nei, það er rétt, ég safna eingöngu skapahárum alþingismanna," sagði Gordon, en margir kannast við hann úr Vesturbæjarlauginni þar sem hann eyðir bróðurparti dagsins við iðju sína vopnaður brúnum bréfpoka og silfraðri flísatöng.
Gordon hefur gegnum tíðina mætt litlum sem engum skilningi á þessu hugðarefni sínu, hefur hann mátt þola töluvert harðræði, jafnvel ofbeldi - og sérstaklega hafa margar þingkonur Sjálfstæðisflokks lamið hann illa.
Þrátt fyrir þessi skakkaföll hefur Gordon haldið sínu striki og á nú hárkollu, yfirskegg, tvenna vettlinga, litla peningabuddu og hálsbindi - allt af ýmist þingmönnum, varaþingmönnum, ráðherrum og jafnvel forsetum - auk þess sem hann er langt kominn með fjölnota tannþráð sem hann ætlar að færa nýrri ríkisstjórn að gjöf.
Blökkumenn
Ýmsar stærðir. Ýmsir litir.
Mansal Magnúsar. Kópavogi.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.