KR-ingum er spáð sigri í efstu deild knattspyrnu karla nú í sumar. Félagar í samtökum knattspyrnudómara lásu þetta úr görnum hinnar heilögu KSÍ-gæsar - sem er slátrað á hverju vori - en eins og allir vita eru knattspyrnudómarar almennt skyggnir.
Einnig sáust þrjár sólir á lofti frá öðrum vítateig Laugardalsvallarins, sem þykir benda til þess að Grindvíkingar verði í öðru sæti.
Þar að auki varð hvolpur andsetinn og talaði tungum í kjallaraíbúð í Árbænum. Hann sagði að Fylkismenn yrðu í þriðja sæti.
Að lokum sást Bjarni Felixson hlaupa nakinn yfir Valsvöllinn, svo ljóst má vera að þeirra bíður ekkert annað en fall úr deildinni.
HEIMASÍÐUR, HEIMASÍDUR, HEIMASÍDUR !!!
Vegna mistaka við innkaup höfum við umfram lager af flippuðum og hressum heimsíðum. Þarftu að koma fyrirtæki á framfæri? Ertu í ástarsorg? Eða bara atvinnulaus? Hvernig væri að skella sér á nýja heimsíðu hjá okkur???
Heimasíðurgerð Flippa
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.