"Þegar ég kom hér í morgun var bara búið að hreinsa allt út," sagði Oyvind Eldfoss, starfsmaður Alþingis í samtali við Baggalút fyrir stundu.
Svo virðist sem óprúttnir náungar hafi brotist inn í Alþingishúsið í nótt og bókstaflega hreinsað allt út. Allir innanstokksmunir voru horfnir, svo og innréttingar, teppi og ljósabúnaður.
"Vaktmaðurinn [Ketill Oyvindur Hansen] var víst ekki var við neitt, en hann er maður sem við treystum fullkomnlega, hann er hafinn yfir allan grun." sagði Oyvind ennfremur.
Einu vísbendingar sem lögregla hefur eru svívirðingar, málaðar með lundablóði (að því er virðist) á veggi hússins. Þær virðast í fjótu bragði allar skrifaðar á færeysku.
Gefins!
Nokkrir pokar af regnvatni. Á sama stað fæst einnig gefins talsvert af mosa.
A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.