Frétt — Kaktuz — 10. 4. 2003
Samfylkingin ræður nýjan talsmann
Mohammed þykir einkar laginn við að ná til öfgahópa ýmiskonar.

Í kjölfar minnkandi fylgis Samfylkingar undanfarið og vaxandi óánægju meðal flokksmanna vegna þess hve fáir virðast trúa ummælum helstu foringja þeirra hefur miðstjórn flokksins ákveðið að ráða nýjan fjölmiðlafulltrúa.

Ákveðið var að reyna að fá í starfið einhvern með víðtæka reynslu og persónutöfra. Leitað var víðsvegar innanlands sem utan þar til ákveðið var að ráða herra Mohammed Saeed al-Sahaf sem nýverið lét af störfum sem upplýsingamálaráðherra Íraks af óviðráðanlegum orsökum.

"Alli hefur sýnt það og sannað að hann getur logið hverju sem er án þess að hiksta og það besta er að fólk virðist trúa honum - að minnsta kosti sumir, og við þurfum hvort eð er aldrei nema sirka 35%," sagði Guðmundur Árni Stefánsson í undarlegu spjalli við fréttamann Baggalúts.

Í fjarveru minni

til næstu áramóta gegnir hr. Ólafur Helgason störfum mínum.
Sveinn Gunnarsson, handrukkari.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: