Heldur lenti Pekka Rekolainen í leiðinlegri lífsreynsu um helgina. Pekka sem er finnskur skiptinemi hér á landi hafði vaknað mjög þyrstur aðfaranótt sunnudags eftir kvöldstund með söltu poppkorni og uppáhalds vídeómyndininni sinni, "Leðurblökumaðurinn snýr aftur". Vildi svo illa til að í myrkrinu ruglaðist hann á hálffullri Sínalkóflösku og náttgagni sínu. Pekka er nokkuð sjónskertur og því uppgötvaði hann ekki mistökin fyrr en næsta dag er hann hafði sett upp gleraugun sín. Í viðtali við fréttamann sagði Pekka að honum hefði reyndar þótt Sínalkóið frekar goslaust en ekki hugsað frekar útí það.
Pekka ætlar ekki að láta eitt leiðinlegt atvik skemma dvöl sína hér á landi enda mjög hrifinn af landi og þjóð.
Viðarsúla afhjúpuð í Friðey
En þér er heldur ekki boðið þangað.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.