Árið 2004 færði Baggalútur þjóðinni stuðningslag, en með því vildum við hvetja frú Vigdísi Finnbogadóttur til að koma þjóð sinni til bjargar og gefa enn á ný kost á sér sem þjóðhöfðingi íslenska lýðveldisins.

Íslandsvinurinn Tony Ztarblaster flytur lagið í félagi við Dúettinn Kvartett.

Upptökur, hljóðblöndun og eftirvinnslu annaðist Guðmundur Kristinn Jónsson.
Sérlegar og innilegar þakkir fá Sigurður Guðmundsson og Kristinn Snær Agnarsson fyrir vandaðan hljóðfæraleik, Rúnar Júlíusson fyrir Geimstein
og auðvitað frú Vigdís fyrir innblástur og að vera til.
Texti:
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR

Vigdís Finnbogadóttir
þú varst alltaf uppáhalds forsetinn minn

þú varst betren Albert Guðmundsson
flengdir hann og Guðlaug Þorvaldsson
hver var þessi Pétur Thorsteinsson?

Vigdís Finnbogadóttir
þú varst alltaf uppáhalds forsetinn minn

þú varst alltaf í svo smartri dragt
gullna hárið fagmannlega lagt
það er meir en hinir gátu sagt

ég vil þú vitir að við söknum þín - Vigdís
og að við erum ekki söm án þín - Vigdís
ó elsku Vigdís viltu lofokkur að fara aftur fram?

þú varst betren Svenni og Ásgeir
betren Stjánog Óli báðir tveir
þú varst líka sætari en þeir

Vigdís Finnbogadóttir
þú varst alltaf uppáhalds forsetinn minn

Myndir úr hljóðverinu:
Köntrýhreyfing kvenfélagsins í Keflavík veitti ómetanlega aðstoð við undirleik og bakaði pönnukökur.
Tony Ztarblaster gaf sér vitanlega tíma til að heilsa æstum aðdáendum sem höfðu safnast saman utan við hljóðverið.
Gústi í Ríó leit við og tók upp kyngimagnað harmonikkusóló, en því miður var það ekki notað.
Alti Heimir stýrði kammersveit Reykjavíkur af stakri snilld, óbilgirni og hörku gegnum erfiðustu kaflana.