Útgáfubækur
Hlöðmar frá felli

Út er komið fyrsta bindi ævisögu Hlöðmars frá Felli, ritað af honum sjálfum. Bóndinn, varðskipshásetinn, fjallagarpurinn, sveitarstjórinn, hagyrðingurinn og varaþingmaðurinn Hlöðmar frá Felli rekur viðburðaríkan æviferil sinn í smáatriðum og dregur hvergi undan. Bókin er hin fyrsta af fimm og lýsir ævi Hlöðmars fram að fermingu.

Leiðbeinandi verð: kr. 135.990
Brot:
Fimmti kapítuli, bls. 290

Ég greip þá fjórðu kindina og huggðist aftur stökkva af skerinu og yfir á bátskænuna. Þá vildi ekki betur til en svo að ægistór brotalda reið yfir. Báturinn brotnaði í smátt og ég sá hvar þær Sneipa, Hulsa og Skræma hurfu í greipar Ægis. Ég vissi að þá var aðeins eitt að gera, enda myndi fjölskyldan svelta um veturinn ef mér tækist ekki að koma hinum kindunum sjö heilu og höldnu yfir fjörðinn. Til allrar hamingju var ég með snærisspotta í vasanum og nú hnýtti ég hann utan um kindurnar og síðan um mittið á sjálfum mér. Því næst stakk ég mér til sunds.
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Lesbók
Enter
 
Þjóðbók
Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA