Útgáfubćkur
Gunnvör Bláman

Loks gefur Baggalútur á nýjan leik út hinar geysivinsćlu bćkur um ćvintýradrenginn og stórskáldiđ Einar Ben, sem um árabil hafa veriđ ófáanlegar međ öllu.

Höfundurinn, Gunnvör Bláman, er nú látin, en hún barđist um árabil fyrir ţví ađ bćkurnar yrđu ekki prentađar á nýjan leik og helst brenndar hvar sem í ţćr nćđist. Ţađ er okkur ţví mikil ánćgja ađ geta nú bođiđ lesendum ađ endurnýja kynnin viđ ţessar hressilegu og erótísku bćkur, án afskipta kerlingaruglunnar.

Leiđbeinandi verđ: 48.000 kr.
Brot:
14 kapítuli: Hefnd skćmannsins

Einar heyrđi óbótamennina hvísla í hálfum hljóđum í hellinum. "Svo ţegar allar hneturnar hafa veriđ afhentar Dr. Brennermann, flytjum viđ út í Hrísey og lifum eins og kóngar til ćviloka", sagđi sá stćrri og flissađi.

Einar vissi hvađ hann ţurfti ađ gera, hann varđ ađ yfirbuga marmennina og endurheimta valhneturnar eins fljótt og nokkur kostur var á. Hann dró ţví upp nifteindahverfilinn og beindi honum ađ óţokkunum. Hann ţurfti ađ taka á öllu sem hann átti til ađ taka í gikkinn, en allt kom fyrir ekki. Ekkert gerđist.

Kraumandi slímhverinn ađ baki honum gaf nú frá sér stundarhátt fret, og marmennin litu snöggt í áttina til hans.

"Gríptann Hannes," ćpti sá stóri og um leiđ tók sá litli, sem leit út eins og ofţroskuđ sítróna, á rás og stefndi beint á Einar. Nú voru góđ ráđ dýr. Einar kastađi nifteindahverflinum frá sér og bjó sig undir ađ glíma viđ dverginn. Ţá skyndilega hugkvćmdist honum ađ fara međ kvćđi. Ţađ hafđi dugađ gegn Arkondrellinum kannski myndi ţađ duga hér líka. Einar dró andann djúpt og hóf ađ kveđa:

Potalota prímussími
pípuskrípaflemmill
Gotaslota grímuslími
gnípusnípabremmill

Sá litli snarstansađi og horfđi í forundaran á Einar. Síđan sneri hann sér hćgt undan og leit skelkađur í átt til félaga síns. Sá var nú orđinn náfölur og kinkađi hćgt kolli á móti. Án ţess ađ bíđa bođanna tóku ţeir á rás og stungu sér ofan í slímhverinn.

Einar hafđi enn og aftur sigrađ.
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Lesbók
Enter
 
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA