Útgáfubćkur
Hinrik Kaldstein

Hér er á ferđinni er söguleg skáldsaga um ćvintýramanninn Tímóteus Jósepsson. Áriđ 1614 sigldi Tímóteus frá Fáskrúđsfirđi 17 ára gamall til ađ gerast lćrlingur í fiđlusmíđi í Kóngsins Kaupmannahöfn en endađi í stađinn sem fótgönguliđi í sveitum hins harđsvírađa Lúđvíks af Bornhólmi. Međ félögum sínum ferđast 'Timmi' um gervallt Jótland í skattheimtusveitum Lúđvíks.

Höfundur lýsir á skemmtilegan og lifandi hátt lífi skattheimtumanna á 17. öld í danska konungsveldinu og verđur sagan bćđi grípandi og sannfćrandi. Frásögnin er ađ mestu byggđ á bréfum söguhetjunnar til föđur síns en einnig samtímaheimildum svo sem bókhaldi 3. skattheimtusveitar Jótlands.

Leiđbeinandi verđ: 42.000 kr.
Brot:
12. Kapítuli

"Jćja Timmi minn, nú er bara komiđ ađ ţví."
"Já, pabbi."
"Ţú bara ađ leggja í hann."
"Já, pabbi."
"Yfir hafiđ bláa hafiđ...hahaha"
"Já....hahaha"
"Ţú ert ekkert hrćddur er ţađ Timmi? Ţetta blessast allt. ...Ég meina ţađ er alltílagi ađ vera svolítiđ hrćddur. Ég var líka hrćddur ţegar ég sigldi til Hafnar ţegar ég fór til hans Pers míns ađ lćra fiđlusmíđina á sínum tíma. ..............."

---

"Settu nú á ţig trefilinn Timmi minn, mér sýnist hann vera ađ hvessa hérna utan viđ Skrúđinn. Ţađ verđur kalt ţegar ţiđ eruđ komnir út fyrir fjörđinn. Ţađ er best ađ ţú haldir ţig bara sem mest niđrí lúkar ţú veist ađ ţú ert ekki orđinn full heill eftir hvítuna hér í haust kópurinn minn."
"Já, pabbi."

---

Hvernig gat ég vitađ ţá ađ ég ćtti hvorki eftir ađ sjá Skrúđinn fagurgrćnan né gamla manninn í 23 ár?
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Lesbók
Enter
 
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA