Útgáfubćkur
Kaktuz

Út er komiđ fyrsta bindi ritrađar Baggalúts 'Land fávitans', 'Indland', eftir fjölfrćđinginn Kaktuz.

Af öllum stćrri trúarbrögđum mannkyns er hindúismi sennilega ţau asnalegustu. Hver tekur t.d. alvarlegan sex arma bláan fíl? Fjölkynja marghöfđa veru sem ferđast um á rottu og hefur lífsgátuna á takteinum? Jú, Indverjar!

Í ţessu ítarlega frćđiriti opinberar höfundur fáránleik Indíalands og íbúa ţess á skemmtilegan og ađgengilegan hátt. Tilvalin útskriftargjöf fyrir nemendur á öllum aldri.

Leiđbeinandi verđ: 51.000 kr.
Brot:
Brot: 17 kapítuli - Steinsmuga

Viđ vorum staddir í veitingasal lestastöđvarinnar í Bangalor, eđa Pödduborg og hugđumst hvíla lúin bein og nćra sál og líkama eftir 87 klukkustunda lestarferđ gegnum nćststćrsta sveitarfélag Indlands - Penjon-hérađ. Báđum viđ veitingamanninn um skyrhrćring og harđfisk, enda orđnir velktir af ferđalaginu og allsvangir.

Svarađi veitingamađurinn bón okkar međ illskiljanlegum orđavađli, yppti oddhvössum öxlum sínum, gretti sig og ţóttist allhissa. Fćrđi okkur ađ ţví loknu eina skál hverjum međ torkennilegri fćđu sem líktis nokkuđ hinum ítölsku hveitilengjum ásamt fati af vatni. Ţar sem viđ vorum orđnir verulega svangir eftir langt ferđalag skófluđum viđ lengjum ţessum í okkur, nánast í einum munnbita.

Fundum viđ ţá allir sem einn hvurnig ćđarnar ţrútnuđu, svitinn bogađi af okkur, hjartađ fór í hnút, maginn tók stökk og viđ ţustum í einu hendingskasti inn á salerni lestastöđvarinnar. Er skemmst frá ţví ađ segja ađ deginum eyddum viđ inni á ţví 'salerni' sem heldur líktist flór ellegar fjóshaugi ţar sem engin voru ţar klósettinn, heldur var í sal ţessum gryfja, einir 8 metrar ađ lengd ţar sem menn sátu á hćkjum sínum og gengu örna sinna.
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Lesbók
Enter
 
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA