Útgáfubækur
Isabella Blossom

Ísabellu Blossom þarf vart að kynna fyrir lesendum Baggalúts.Hún hefur skrifað fjölda skáldsagna og kvikmyndahandrita. Má þar nefna: Lón svitans, Gil geirfuglanna og Lostabjörg.

Þessi nýja skáldsaga hennar, sem telur 2340 blaðsíður er framhald bókar hennar 'Ætt púmunnar', sem enn er óútgefin.

Leiðbeinandi verð: 42.000 kr.
Brot:
11. kapítuli - stinningin

Nalía rankaði við sér á árbakkanum. Hún hafði hrapað fram af hengifluginu en þéttur burknaskógurinn tók af henni mesta fallið. Skinnklæði hennar voru rifin og hún þurfti að halda þeim saman með höndunum til að hylja nakið hold sitt.

Skyndilega heyrði hún ámátlegt væl - hljóð sem hún kunni engin skil á. Var þetta hann?

Hvalurinn?

Hún starði búrhvalinn beint í augun, hún hafði aldrei fundið þessa tilfinningu fyrr; volgur seiðingur skreið inneftir læri hennar og hún hvíslaði, næstum stundi: "Og ég sem hélt að langreyðar væru stærstu hvalirnir!"
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Lesbók
Enter
 
Þjóðbók
Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA