Útgáfubćkur
Daríus Arason

Baggalútur gefur nú út enn eitt snilldarverkiđ eftir Heiđmerkurbúann Daríus Arason (Grínbyltingin, Kókosárin), í ţessari nýju skáldsögu fjallar hann um glaumgosann Helmut Hjálmarsson og ćvintýri hans međan hann gegnir herţjónustu í sćnsku útlendingahersveitunum.

Bókin markar viss tímamót á ferli Daríusar, hann snýr nú baki viđ ţeirri venju sinni ađ takmarka sögusviđiđ viđ togarann Guluborg, en flytur ţađ nú yfir á sćnsku háslétturnar. Prýđileg skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Leiđbeinandi verđ: 48.200 kr.
Brot:
19. kapítuli

"Sven!!!," ég hrópađi aftur - ţó ég vissi vel ađ ég fengi ekkert svar.

"Sveeeeen!!!," kallađi ég út í hríđina - ţó ég vćri ţess fullviss ađ bakarinn knái lćgi núna sundurtćttur á vígvellinum.

"Sven Hanson - ertu ţarna?!!!!," hrópađi ég út yfir einskins-manns landiđ - ţrátt fyrir ađ ég hefđi fyrir löngu gefiđ upp alla von um ađ sjá vin minn aftur á lífi.

"SVEN! svarađu mér mann-andskoti - ţetta er ekkert fyndiđ," ţrumađi ég yfir sléttuna, ţar sem ég vissi ađ Sven lá nú kaldur - liđiđ lík.

"Jćja, hálfviti - hafđu ţađ ţá eins og ţú vilt - svíaskratti," hvćsti ég ađ lokum og strunsađi aftur inn í kyndiklefann.
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Lesbók
Enter
 
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA