m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Lesbók
Enter
 
Þjóðbók
Smælki

Feitt barn

óskar eftir að komast í kynni við ósýnilegan vin. Mikið af nammi í boði fyrir réttan aðila. Afgreiðsla vísar á.

Auglýsing!

Tapast hefir rauður hestur, 5 vetra gamall, vakur og töltgengur með marki: sneitt af h., fjöður fr. v. Þeir sem kynnu að verða varir við þennan hest, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það undirrituðum hið allra fyrsta.

Hemmi.

Viltu komast til útlanda?

Eigum handhæga fleka og pramma í öllum litum. Ef hann sekkur færðu endurgreitt.

Flekar og prammar

Dúllubossakvöld

frímúrara í kvöld kl. 21.00. Fjölmennum.

Flutningar

Er fluttur úr risherbergi við Krummahóla í huggulega kjallaraíbúð í Hraunbæ. Næg bílastæði.
Tóti

Á að mótmæla?

Heykvíslar, tjara, fiður og lambhússettur í miklu úrvali. Einnig auðmannavúdúdúkkurnar vinsælu.
Mótmælaþjónusta Magga.

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA