Lesbók06.01.03 — Enter

Við fórum saman, Númi, Myglar og ég í dulítinn leiðangur áðan. Okkur sárvantar nýtt innbú á ritstjórn, því allt er meira og minna ónýtt sökum vatnsskemmda, auk þess gerði segulsviðsárásin útaf við flest raftækin okkar.

Nú við lögðum því leið okkar í musteri plebbsins, IKEA.. Eftir að hafa gaumgæft allra handa húsbúnað í rúma 3 klukkutíma og yfirheyrt náfölan, sykurskertan afgreiðslumann um tilurð, framleiðsluferli, efnisval og frágang - ákváðum við að fjárfesta í afar lekkeru sófaborði úr dökkum pílvið, handlakkað.

Myglar var efins, því borðið notaði ekkert rafmagn, en við Númi stóðum fast á okkar og báðum um að okkur yrði afhent mublan. Meðan við biðum snæddum við sænskar kjötbollur og drukkum ávaxtasafa í mötuneyti verslunarinnar. Lostæti.

Þegar okkur var svo afhent borðið runnu á okkur tvær grímur. "Þetta er ekki borðið," æpti Númi og ég samsinnti. Þetta var bara flatur kassi. "Þið verðið að setja saman sjálfir," sagði snigillinn sem afgreiddi okkur varfærnislega. Númi varð eldrauður í framan og ég fór næstum því að grenja. Myglar byrjaði hins vegar allur að iða, neri saman höndum og sagði "frábært - ég set saman". Hrifsaði síðan kassann með sér.

Og það stóð heima. Myglar náði með nokkrum þaulhugsuðum handtökum að klessa nokkrum fúaspýtum saman svo að úr varð fínasta stofuborð. Í verðlaunaskyni splæstum við Númi í samlokugrill handa gamla manninum, sem hann reyndar hélt að væri nýr búnaður til að strauja flauelsbuxur.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182