Lesbók05.12.02 — Númi Fannsker

Við Enter brugðum okkur í musteri þekkingarinnar - Ríkisútvarpið - í gær. Þetta gerðum við til að vekja athygli á nýju jólalagi Baggalúts.

Báðum við um áheyrn Péturs Péturssonar, hins aldna þular en hann var ekki við. Báðum við þá um að fá að hitta Jón Múla Árnason - sama sagan, ekki við.

"Er fjandakornið enginn við hér?", æpti þá Enter á konuna í móttökunni. Í sömu mund þeyttist tætingslegur skeggapi út um musterishliðið og greip Enter hann glóðvolgan, rétti honum geisladisk og tók af honum loforð um að hann hlustaði nú rækilega á lagið. Í þakklætisskyni sæmdi hann okkur "Rokklandsorðunni" - hvorki meira né minna! (hvað svosem það nú er). Okkur var þá boðið inn fyrir og þvældumst við um húsakynnin nokkra stund - deildum út geisladiskum og spjölluðum við musterispresta þá sem urðu á vegi okkar. Ágætis kynningarferð svosem - nú er að sjá hvort hún ber árangur. Ekki það að kynna þurfi lagið sérstaklega - það kynnir sig sjálft, enda afburðagott.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182