Lesbók23.10.02 — Enter

Jæja, þá er maður kominn í kjólfötin. Við erum nefnilega að fara að taka við íslensku vefverðlaununum á Hótel Sögu á eftir.

Ég skil ekki hvaða formalítet það er að tilnefna aðra vefi en okkur, ég meina - lítum á:

  • bb.is - einhvur fréttaþvættingur frá Vestfjörðum, efalítið upplogið og lítilfjörlegt eins og allt sem þaðan kemur - nema náttúrulega úr Hnífsdalnum
  • liverpool.is - iss, að vísu leikur ekki vafi á að liverpúl er besta fótboltalið veraldar, en það er óþarfi að vera að hygla einhverjum bjórlepjandi stuðningsmönnum þeirra hér uppi á Íslandi
  • flugfelag.is - HAHAHAHAHAHAHAHA
  • hugi.is - hmmmm, eitthvað svona appírat fyrir börn og ellilífeyrisþega með minnimáttarkennd til að skiptast á skoðunum án þess að hittast
Þetta er náttúrulega bara vandræðalegt.

Við ætlum að hittast félagarnir á grillinu á Hótel Sögu fyrir afhendinguna. Númi þarf auðvitað að drekka í sig kjark og Myglar segir að hann fari aldrei í Bændahöllina án þess að borða lamb.

Sjálfur er ég temmilega rólegur. Ég segi strákunum auðvitað ekki frá því, en ég skilaði af mér 'upplýsingum' um þá félaga mína upp í Valhöll í gær. Þessar tilnefningar hafa ekkert með það að gera.

Ekkert.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182