Lesbók02.12.02 — Númi Fannsker

Út er komin Hundabókin eftir Ţorstein Guđmundsson, leikara. Bókin er rituđ á 223 blađsíđur af býsna góđum, möttum prentpappír af stćrđinni 13x21cm og vegur um 550 grömm. Engin kápuhlíf er á bókinni og er ţađ miđur, ég hefi nefnilega vaniđ mig á ađ stinga kápuhlífinni inn á milli blađsíđna til ađ merkja hvursu líđur á lesturinn. Í stađinn notađi ég tígulfimmu - ţađ gekk svosem ágćtlega. Kápuna prýđir mynd eftir Harra og satt ađ segja er hér um ađ rćđa einhverja best heppnuđu kápumynd ţessarar vertíđar (bókarkápa Davíđs Oddssonar mun reyndar vera snilldarlega hönnuđ). Mynd af höfundi prýđir bakhliđ bókarinnar og hefđi mátt velja betri mynd af honum, hann er óttalega ţreytulegur.

Bókin geymir sjö smásögur af fólki. Af ţeim standa ţrjár uppúr sem býsna vel skrifađar, skemmtilegar sögur og satt ađ segja hefđi höfundur mátt láta ţćr duga sem efni frábćrrar bókar upp á 100 síđur í stađ sćmilegrar 223 blađsíđna bókar.

Sögurnar um Rabba, Magneu og Elmar bera sumsé af öđrum sögum bókarinnar - en í ţeim nýtur hćfileiki höfundarins til ađ skapa fyndnar, sérstćđar persónur úr íslenskum samtíma sín til fullnustu. Hinar sögurnar nenni ég ekki ađ rćđa.

Rabbi er stórskemmtileg persóna, módel og ţjónn sem segir sína sögu í einni bunu. Honum er fátt mannlegt óviđkomandi og hann deilir međ lesandanum heimspeki sinni og gullkornum - "getur veriđ ađ ţađ sé hollara fyrir heilann ađ fá fullnćgingu en ađ hugsa?"

Hápunktur bókarinnar og alskemmtilegasti ţáttur hennar er ţegar Magnea (sem er ekki hennar rétta nafn) og Magnús (56 ára gamall rafvirki, alkóhólisti og fyrrverandi starfsmađur Olís) bregđa sér inn á veitingastađ í miđbćnum og fá sér spagettí og pasta "sem er einskonar afbrigđi af spagettíi", og náttúrulega romm međ matnum - tvö glös hvort. Ţau eru dásamlega drukkin og frásögn Magnúsar er hreint óborganleg.

Sagan af brćđrunum Elmari og Ţorsteini (tilviljun?) er svo mun alvarlegri, ţó hún sé vissulega fyndin á köflum, en ţar segir frá afskaplega ólíkum brćđrum sem kjósa mismunandi leiđir í lífinu; annar er hćfileikaríkur gítarleikari sem kýs öryggi kennslunnar heldur en frćgđ og frama - hinn er heldur hćfileikalítill "listamađur" sem lifir fyrir daginn í dag í von um ađ vekja athygli samborgara sinna á sér. Báđir undrast yfir lífstíl hins og árekstrar eru óumflýjanlegir.

Ég er sumsé afskaplega hrifinn af tćplega helmingi bókarinnar, hinn helmingurinn var reyndar aldrei beinlínis leiđinlegur, en ţar var eins og höfundurinn nćđi sér aldrei almennilega á skriđ. Eftilvill hefđi hann mátt bíđa fram ađ nćstu jólum ţegar hann ćtti jafnvel meira efni ađ velja úr, eđa hreinlega hafa bókina styttri.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182