Lesbók11.10.02 — Enter

Það er rólegt hér á ritstjórn þessa dagana. Númi og Kaktuz hanga öllum stundum uppi í Þjóðarbókhlöðu. Þeir harðneita að segja okkur hinum hvað þeir eru að bralla - og satt best að segja er ég dauðfeginn að losna við þá. Spesi og Myglar eru vart mönnum sinnandi sökum spennings fyrir einhverjum déskotans fótboltakappleik, æpa hér sín á milli fúkyrði um 'djöfulsins skotatussurnar' og 'vanhæfu þjálfaralydduna' - ég læt mig það litlu skipta.

Ég hef nefnilega eignast vin. Hér hefur nefnilega tekið sér bólfestu ákaflega viðkunnalegur draugur, Klambralalli heitir hann. Varð fyrir malbikunarvél fyrir margt löngu og hefur ráfað um borgina síðan. Hann er vissulega ófrýnilegur og illa þefjandi en í afar töffaralegum þverröndóttum jakkafötum. Við náum ágætlega saman og ræðumst við í bundnu máli.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182