Lesbók08.10.02 — Kaktuz

Við Númi brugðum okkur á Bókhlöðu allra landsmanna í gærkvöldi. Klæddir sauðskinsjökkum, með prjónahúfur og með plastapoka í hönd uppfylltum við algjerlega ímynd hinna óháðu fræðimanna. Gott var að eiga stund saman innan um unga eldhuga sem sátta þarna að námi. Fræðimenn og fræðikonur sátu innan um hillur sem svigna undan þekkingu alls mannkyns. Áhuginn skein úr augum unga fólksins og ekki var verra fyrir þau að hafa eldri fræðimenn eins og okkur Núma sér til fyrirmyndar.

Við vorum þarna að leita heimilda fyrir nýtt verkefni sem Baggalútur hefur unnið að undanfarna mánuði og kemur til með að gerbreyta áherslum í utanríkisstefnu þjóðarinnar. Þetta er gríðarlega spennandi viðfangsefni og gaman að geta tekið þátt í því með þvílíkum manni sem Númi er. Engin mannleg þekking er manninum óviðkomandi og fróðleiksþorstinn óslökkvandi. Vonandi getum við birt niðurstöður okkar fyrir áramót. Það væri góð jólagjöf handa Íslendingum.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182