Lesbók14.08.02 — Enter

Fór með þeim Núma og Spesa í útvarpsviðtal áðan. Ekki sá ég nú tilganginn með þeirri för en lét þó til leiðast, enda alþýðlegur maður. Útvarpsstöðin heitir upp á útlensku, Radíó X. Ekki hafði ég sjálfur lagt þar við hlustir, en Númi sagði að þetta væri ákaflega menningarlegt prógramm og sérlega 'inn, hipp og kúl' eins og það var orðað.

Útvarpsmaðurinn tók hlýlega á móti okkur, ákaflega geðugur ungur maður, Sigurjón hét hann - og spjallaði hann heillengi við okkur félagana. Heldur var nú snakkið innihaldsrýrt, en ég hef svosum ekki vænst mikils úr útvarpinu eftir að Jón Múli kvaddi - blessuð sé minning hans.

Eitt þótti mér merkilegt. Til aðstoðar í hljóðverinu hefur Sigurjón - að því er ég best fékk séð - rauðleitan órangútanapa, íklæddan leðurvesti. Gaman væri að vita hvar hann fékk leyfið fyrir blessaðri skepnunni - ekki væri ónýtt að hafa einn slíkan hér á kaffistofunni.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182