Lesbók08.08.02 — Spesi

Þetta var nú meira! Loksins er ég kominn til byggða og ekki seinna vænna. Þessi helgi hefur verið ein sú einkennilegasta sem ég man (ekki) eftir.

Á föstudaginn var ég á leið út að taka rútuna á UGLI þegar Enter stöðvaði mig í dyrunum og sagðist aðeins þurfa að ræða eitt. Hann hélt mér á snakki heillengi, svo lengi að ég missti af rútunni. "Ææ," sagði hann. "Þú verður þá bara að koma með mér í Iðnó á morgun." Ég varð, sem vonlegt var, súr yfir þessu hlutskipti, enda átti ég að aðstoða Indriða töframann á UGLI. En við þessu var ekkert að gera. Enter vildi ólmur fara í Iðnó, enda átti þar að vera einhvers konar fyrirlestur.

Áður en á fyrirlesturinn var haldið bauð Enter mér upp á alls kyns drykki í húsakynnum sínum “svona til að hita sig upp”, eins og hann orðaði það. Það sem átti sér stað það sem eftir lifði helgar er mér nokkuð óljóst. Þó minnist ég þess að hafa reynt að flýja leiðindi fyrirlestursins, með þeim árangri einum að ganga beint í flasið á fyrirlesaranum sjálfum í kjallara Iðnó. Eftir það er allt meira og minna í móðu, þar til ég vakna á þriðjudaginn í appelsínugulu tjaldi, umkringdur unglingum, á stað sem mér er tjáð að séu Vestmannaeyjar.

Það var svo ekki fyrr en í gærkveldi að ég komst heim til mín, eftir að hafa ítrekað reynt að ná í far til meginlandsins. Þykir mér verst að hafa misst alla þessa daga úr vinnu vegna þessa, en einnig að hafa misst af UGLI, sem mér skilst að hafi verið fádæma skemmtileg samkoma. Þá er víst bara að bíða eftir UGLI 2003...

 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 180, 181, 182